29.03.2016
Rosenborg hefur fengið Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson í sínar raðir frá FC Nordsjælland. Greint var frá því á vef að Guðmundur hafi skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Rosenborg.Guðmundur, sem er uppalinn hjá Selfossi, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess að eiga þrjá leiki fyrir A-landsliðið.„Hann þekkir norska fótboltann vel og gefur okkur fleiri möguleika á miðjunni," sagði Stig Inge Björnebye, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg, og fyrrum leikmaður Liverpool.Rosenborg er ríkjandi Noregsmeistari og stórveldi í Skandinavíu en fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar; Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson.---Guðmundur og Stig Inge eftir undirskrift.
Ljósmynd af heimasíðu Rosenborg.
21.03.2016
Meistaraflokkar Selfoss léku tvo leiki í Lengjubikarnum norðan heiða á laugardag. Stelpurnar mættu Þór/KA í leik sem lauk með 2-0 sigri Akureyringa.
15.03.2016
Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir hélt í vikunni í víking til Noregs en hún hefur verið lánuð til norska úrvalsdeildarliðsins Klepp.„Þetta er eitthvað sem ég er búin að stefna að lengi og er mjög spennt fyrir því að fá að prófa eitthvað nýtt.
15.03.2016
94. héraðsþing HSK var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag og er þetta í níunda sinn sem þingið er haldið á Selfossi.
14.03.2016
Í seinustu viku var skrifað undir þriggja ára samning við þrjá unga og efnilega leikmenn félagsins. Leikmennirnir sem um ræðir eru Gylfi Dagur Leifsson, Arnór Ingi Gíslason og Freyr Sigurjónsson.
10.03.2016
Algarvemótinu, alþjóðlegu móti kvennalandsliða, lauk í gær með úrslitaleikjum. Íslenska landsliðið með Hrafnhildi Hauksdóttur, leikmann Selfoss, og Dagnýju Brynjarsdóttur, fyrrum leikmann Selfoss, innanborðs endaði í þriðja sæti mótsins eftir.
09.03.2016
Hrafnhildur Hauksdóttir (nr. 3) lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands þegar það vann Dani 4-1 á í Portúgal á föstudag. Dagný Brynjarsdóttir, fyrrum leikmaður Selfoss, kom við sögu í öllum leikjum riðlakeppninnar. Liðið leikur í dag við Ný-Sjálendinga í leik um þriðja sæti mótsins.---Ljósmynd af fésbókarsíðu KSÍ.
04.03.2016
Selfyssingar mættu Fylki í Egilshöllinni í annarri umferð Lengjubikarsins í gær.Fylkismenn voru sterkari í leiknum og komustu í 2-0 áður en Ivan Martinez Gutierrez minnkaði muninn úr vítaspyrnu fyrir Selfyssinga.
04.03.2016
Ákveðið hefur verið að fresta brenniboltamóti knattspyrnudeildar til föstudagsins 11. mars en nánari tímasetning kemur seinna inn.Það eru enn nokkur pláss laus eftir á mótinu en þeim fer fækkandi með hverjum degi þannig ef þig langar að taka þátt þá hringir þú í Þorstein (773-8827) eða Richard (864-3994) sem allra fyrst.Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl.
29.02.2016
Á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) sem haldinn var fyrir hálfum mánuði síðan voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins 2015.Í flokki knattspyrnuvalla var Þórdís Rakel Hansen Smáradóttir, vallarstjóri á JÁVERK-vellinum á Selfossi valin vallarstjóri ársins.