Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs

Á dögunum úthlutaði stjórn KSÍ styrkjum vegna barna- og unglingastarfs til til aðildarfélaga sinna. Styrkurnir eiga rætur að rekja til Knattspyrnusambands Evrópu en samkvæmt sérstakri samþykkt KSÍ leggur sambandið fram viðbótarframlag.UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2014/2015 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2015 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 40 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.  Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna- og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild.

Allar æfingar falla niður mánudag 7. desember - Uppfært

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.

Ný stjórn á aðalfundi knattspyrnudeildar

Ný sex manna stjórn var kosin á aðalfundi knattspyrnudeildar sem fram fór í Tíbrá mánudaginn 30. nóvember. Starf deildarinnar er í miklum blóma á sama tíma og reksturinn er í góðu jafnvægi.

Viðar Örn bikarmeistari í Kína

Viðar Örn Kjartansson varð kínverskur bikarmeistari í knattspyrnu með liði sínu Jiangsu Guoxin-Sainty í lok nóvember. Liðið sigraði Shanghai Greenland Shenhua 0-1 á útivelli.

Knattspyrnunámskeið Dagnýjar og Thelmu Bjarkar

Dagana 5. og 6. desember munu knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir halda námskeið á vegum Study & Play í samstarfi við knattspyrnudeild Selfoss.Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka frá 7.

Suðurlandsslagur í 1. umferð Pepsi-deildar

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ 21. nóvember var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1.

Fjórir Selfyssingar boðaðir á landsliðsæfingu

Fjórir leikmenn Selfoss hafa verið boðaðir á æfingar A landsliðs kvenna sem fram fara í Kórnum og Egilshöll nú um helgina 27. - 29.

Unnur Dóra æfði með U17

Selfyssingurinn efnilegi Unnur Dóra Bergsdóttir tók um helgina þátt í landsliðsæfingum U17 kvenna undir stjórn landsliðsþjálfaranna Úlfars Hinrikssonar og Freys Alexanderssonar. Unnur Dóra stóð sig með mikilli prýði á æfingunum sem fram fóru í Kórnum og Egilshöll.Ljósmyndina tók Sigurjón Bergsson.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá mánudaginn 30. nóvember og hefst kl. 20:00.Dagskrá:1. Venjuleg aðalfundarstörf2.

Átta afreksstyrkir til Umf. Selfoss

Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.