18.01.2016
Guðmunda Brynja Óladóttir er í æfingahóp Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara kvenna sem kemur saman á Íslandi 21.-24. janúar næstkomandi.Um er að ræða alþjóðlega leikdaga og því mæta leikmenn frá erlendum félagsliðum til æfinga. Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er í Hvíta-Rússlandi í apríl en í júní er komið að stórleik gegn Skotum.Dagný Brynjarsdóttir er ekki með þar sem hún er í æfingabúðum í Bandaríkjunum.
14.01.2016
Í tilefni af 60 ára afmæli knattspyrnudeildar Selfoss fékk Óskar Sigurðsson fyrrverandi formaður deildarinnar afhent silfurmerki KSÍ fyrir óeigingjarnt starf sitt sem formaður deildarinnar síðastliðin ár.
13.01.2016
Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss urðu um helgina Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Þær léku til úrslita við lið Álftanes í Laugardalshöllinni og höfðu sigur 7-4 eftir að hafa leitt í hálfleik 4-3.Útslitaleikurinn var sveiflukenndur en vannst að lokum nokkuð örugglega.
11.01.2016
Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.
08.01.2016
Í tengslum við þrettándagleðina á Selfossi er flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss opin frá kl. 14 til 20 laugardaginn 9. janúar.Flugeldasalan er í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg en þar er hægt að versla flugelda og tertur á sprengjuverði.
07.01.2016
Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.
07.01.2016
Unnur Dóra Bergsdóttir leikmaður Selfoss í knattspyrnu var valin landsliðsæfingar U17 kvenna sem fram fara 8. - 10. janúar 2016. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara U17 kvenna.
02.01.2016
Mánudag 21. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 48“ led/smart sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 812 sem er í eigu Ingibjargar Jóhannesdóttur á Selfossi.
31.12.2015
Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29.
30.12.2015
Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.