Guðmunda Brynja æfir með landsliðinu

Guðmunda Brynja Óladóttir er í æfingahóp Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara kvenna sem kemur saman á Íslandi 21.-24. janúar næstkomandi.Um er að ræða alþjóðlega leikdaga og því mæta leikmenn frá erlendum félagsliðum til æfinga. Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er í Hvíta-Rússlandi í apríl en í júní er komið að stórleik gegn Skotum.Dagný Brynjarsdóttir er ekki með þar sem hún er í æfingabúðum í Bandaríkjunum.

Óskar fékk silfurmerki KSÍ

Í tilefni af 60 ára afmæli knattspyrnudeildar Selfoss fékk Óskar Sigurðsson fyrrverandi formaður deildarinnar afhent silfurmerki KSÍ fyrir óeigingjarnt starf sitt sem formaður deildarinnar síðastliðin ár.

Selfoss Íslandsmeistarar innanhúss

Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss urðu um helgina Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Þær léku til úrslita við lið Álftanes í Laugardalshöllinni og höfðu sigur 7-4 eftir að hafa leitt í hálfleik 4-3.Útslitaleikurinn var sveiflukenndur en vannst að lokum nokkuð örugglega.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Flugeldasala á þrettándagleði

Í tengslum við þrettándagleðina á Selfossi er flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss opin frá kl. 14 til 20 laugardaginn 9. janúar.Flugeldasalan er í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg en þar er hægt að versla flugelda og tertur á sprengjuverði.

Æfingar hafnar að nýju eftir áramót

Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.

Æfingar hjá Unni Dóru með U17

Unnur Dóra Bergsdóttir leikmaður Selfoss í knattspyrnu var valin landsliðsæfingar U17 kvenna sem fram fara 8. - 10. janúar 2016. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Vann 48" sjónvarp í jólahappadrætti

Mánudag 21. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 48“  led/smart sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 812 sem er í eigu Ingibjargar Jóhannesdóttur á Selfossi.

Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29.

Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Árborgar 2015

Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.