04.03.2016
Ákveðið hefur verið að fresta brenniboltamóti knattspyrnudeildar til föstudagsins 11. mars en nánari tímasetning kemur seinna inn.Það eru enn nokkur pláss laus eftir á mótinu en þeim fer fækkandi með hverjum degi þannig ef þig langar að taka þátt þá hringir þú í Þorstein (773-8827) eða Richard (864-3994) sem allra fyrst.Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl.
29.02.2016
Á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) sem haldinn var fyrir hálfum mánuði síðan voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins 2015.Í flokki knattspyrnuvalla var Þórdís Rakel Hansen Smáradóttir, vallarstjóri á JÁVERK-vellinum á Selfossi valin vallarstjóri ársins.
25.02.2016
Brenniboltamót knattspyrnudeildar verður haldið laugardaginn 5. mars í Iðu og hefst klukkan 12:30. Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl.
23.02.2016
Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmaður Selfoss, og Dagný Brynjarsdóttir, fyrrum leikmaður Selfoss, eru í landsliðshópi Íslands sem tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal 2.-9.
17.02.2016
Stelpurnar okkar mættu Breiðablik í úrslitaleik um sigur á Faxaflóamótinu á laugardag. Þrátt fyrir að eiga í fullu tré við Breiðablik urðu stelpurnar að sætta sig við 1-3 tap þar sem Magdalena Anna Reimus skoraði mark Selfoss.Selfoss á eftir leik gegn Aftureldingu í keppninni og með sigri í honum tryggir liðið sér annað sæti riðilsins.
16.02.2016
Í gær skrifuðu þrír knattspyrnumenn undir samning við Selfoss og koma til með að leika með liðinu í 1. deildinni í sumar.Um er að ræða varnarmanninn Giordiano Pantano frá Ítalíu og miðjumennina JC Mack frá Bandaríkjunum og Spánverjann Pachu Martínez Guriérrez.
15.02.2016
Selfoss lék sinn fyrsta leik í á laugardag. Liðið mætti Pepsi-deildarliði Víkings frá Ólafsvík og mátti sætta sig við 1-2 tap í leik sem lofar góðu.
11.02.2016
Hrafnhildur Hauksdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, liðsmenn Selfoss, komu báðar inn á sem varamenn í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik Íslands og Póllands sem fram fór í Póllandi á sunnudag.Hrafnhildur var að spila sinn fyrsta A-landsleik en sex leikmenn í liðinu höfðu ekki fyrr leikið A-landsleik. Guðmunda Brynja var hins vegar að spila sinn 11 A-landsleiki.
10.02.2016
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir gerði eina markið í leik Selfoss og Stjörnunnar í sem fram fór í lok janúar. Selfoss og Breiðablik eru á toppi riðilsins og mætast í hreinum úrslitaleik um sigur á mótinu í Fífunni í Kópavogi laugardaginn 13.
10.02.2016
Selfoss sigraði Hugin/Hött/Leikni F. 3-0 í gær í leik um 7. sætið í B-deild Fótbolta.net mótsins. Leikið var á Selfossi en heimamenn voru 2-0 yfir í leikhléi.Það var varnarmaðurinn Andy Pew sem skoraði fyrsta mark leiksins og síðan skoraði Spánverjinn Pachu tvö mörk fyrir Selfyssinga en hann er á reynslu hjá liðinu þessa dagana.Sjá nánar á .---Andy skoraði í gær en fyrir tveimur árum lyfti hann bikar í sama móti.