09.02.2016
Hrafnhildur Hauksdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmenn Selfoss, voru valdar í A landslið kvenna vegna vináttulandsleiks Íslands og Póllands sem fram fer þann 14.
08.02.2016
Guðjónsdagurinn og Guðjónsmótið tókst afar vel í ár. Sigurvegarar voru Myrra (mynd), í öðru sæti Sjóvá og Bílverk BÁ í þriðja sæti.
05.02.2016
Þrír leikmenn Selfoss taka um helgina þátt í æfingum A landsliðs kvenna en æfingarnar eru hluti af undirbúningi vegna vináttuleiks við Pólland.
01.02.2016
Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss heldur opinn fund um knattspyrnu á Selfossi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20:30 í Tíbrá, félagsheimili Umf.
29.01.2016
Guðjónsdeginum 2016 verður fagnað laugardaginn 6. febrúar með keppni á Guðjónsmótinu, sem er firma- og hópakeppni, í Iðu og Boltaballi knattspyrnudeildar á Hvítahúsinu um kvöldið.
28.01.2016
Stelpurnar í meistaraflokki eru búnar að reima á sig skóna í fyrsta móti vetrarins,. Í seinustu viku gerðu þær markalaust jafntefli við FH og unnu ÍA með tveimur mörkum frá Guðmundu Brynju Óladóttur og Katrínu Ýr Friðgeirsdóttur.Næsti leikur hjá stelpunum er í Kórnum í kvöld kl.
28.01.2016
Nú er loksins komið að því en hæfileikakeppnin fer fram í annað sinn á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 30. janúar.Þar leiða saman hesta sína allar helstu íþróttastjörnur úr meistaraflokkum á Selfossi og reyna aldrei þessu vant að heilla dómarana sem oftar en ekki eru í því hlutverki að skakka leikinn.
27.01.2016
Selfyssingurinn Alexander Hrafnkelsson hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 ára landsliðs karla. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 ára landsliðs Íslands.
26.01.2016
Knattspyrnuskóli Coerver verður með flott tækninámskeið fyrir alla yngri flokka í knattspyrnu í Hamarshöllinni í Hveragerði um helgina.
Allar upplýsingar í auglýsingu sem fylgir fréttinni.
20.01.2016
Nýr hópleikur, vorleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 23. janúar. Aðalverðlaun eru ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum.Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl.