Fréttir

Margir leikir um helgina

Það verður nóg að gera hjá handboltafólki um helgina en margir leikir verða spilaðir. Fyrst er það mfl. karla sem tekur á móti Þrótti Reykjavík klukkan átta föstudagkvöldið 22.

Selfoss lá gegn toppliðinu

Það var við ramman reip að draga þegar Selfoss heimsótti Stjörnunna í Olísdeildinni á laugardag. Ungt og afar efnilegt lið Selfyssinga mátti sín lítils gegn toppliði deildarinnar og skoraði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik í Garðabænum.

Hergeir og Ómar Ingi fara til Þýskalands

Einar Guðmundsson og Sigursteinn Arndal völdu tvo leikmenn Selfoss, Hergeir Grímsson og Ómar Inga Magnússon, í 16 manna hóp U18 ára landsliðsins sem tekur þátt á æfingamóti í Þýskalandi milli jóla og nýárs.

Svekkjandi tap í Garðabæ

Hörkuleikur fór fram í Garðabænum í kvöld þar sem Selfyssingar heimsóttu Stjörnuna. Fyrirfram mátti búast við erfiðum leik þar sem Stjarnan sat í 3.

Stelpurnar úr leik í bikarnum

Selfoss er úr leik í bikarkeppninni þetta árið eftir 30-28 tap gegn Haukum í gærkvöldi. Haukar lögðu grunn að sigrinum á fyrstu 20 mínútum leiksins en þá var staðan orðin 14-4 fyrir heimaliðið. Okkar stelpur virtust ekki hefja leikinn á sama tíma og voru hreinlega yfirspilaðar í upphafi leiksins.

Stelpurnar unnu alla leikina

Stelpurnar í 6. flokki kvenna eldra ár gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki í 2. umferð Íslandsmótsins sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um seinustu helgi.

Naumt tap á móti Fram

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Íslandsmeisturum Fram á laugardag. Þrátt fyrir virkilega góðan leik varð niðurstaðan svekkjandi eins marks tap, lokastaðan 21-22.

Góður sigur í erfiðum leik gegn KR

Mfl. karla tók á móti KR á föstudaginn en KR-ingar eru nýliðar í deildinni og tefla fram ágætu liði með öfluga handboltamenn innanborðs.KR skoraði fyrsta mark leiksins en Selfoss svaraði með þremur mörkum í röð og hélt forystunni allan leikinn.

Tíundi hver landsliðsmaður frá Selfossi

Undanfarin ár hefur farið fram metnaðarfullt yngri flokka starf hjá handboltanum á Selfossi. Í stuttri samantekt sem Gunnar Gunnarsson þjálfari meistaraflokks karla tók saman kemur fram að það er einungis Fram sem er með fleiri leikmenn en Selfoss í yngri landsliðum HSÍ sem valin voru í október.Hvorki fleiri né færri en 15 leikmenn frá Selfossi voru valdir í landsliðin eða rúmlega 10% allra landsliðsmanna yngri landsliðanna.

Selfoss tapaði í Kaplakrika

Á föstudagskvöld mættu stelpurnar okkar FH-ingum í Kaplakrika í Olísdeildinni. Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en góður kafli FH í síðari hálfleik tryggði liðinu sigur.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heimakonur leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.