Fréttir

Arnar Freyr Ólafsson 1. dan

 Arnar Freyr Ólafsson úr júdódeild Selfoss og varaformaður JSÍ tók 1. dan próf 6. mars síðastliðinn og stóðst það með glæsibrag.

HSK/Selfoss Íslandsmeistari í tveimur flokkum

Um helgina var Meistaramót Íslands hjá 11-14 ára í frjálsum íþróttum í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Mjög góður árangur náðist á mótinu hjá krökkunum sem öll voru að bæta sinn árangur mjög mikið.

Stelpurnar töpuðu naumlega

Þróttur R. vann Selfoss 2-1 í A deild Lengjubikarsins en Hildur Egilsdóttir kom Þrótturum yfir á 76. mínútu áður en Helena Hekla Hlynsdóttir var rekinn af velli hjá gestunum mínútu síðar.

Sigur í Lengjubikarnum

Selfoss hafði betur gegn Vestra þegar liðin mættust Lengjubikarnum fyrr í dag. Leikurinn var í járnum þangað til á 35. mínútu þegar Hrvoje Tokic kom Selfoss yfir.

Langþráður sigur í Grilldeildinni

Stelpurnar lögðu Víking í Grill 66 deild kvenna í dag, 25-23.Stelpurnar mættu einbeittar til leiks og tóku frumkvæðið strax í upphafi.

Stigunum skipt á Akureyri

Meistaraflokkur karla gerði í kvöld jafntefli við KA í hörkuleik á Akureyri.  Leikurinn var hluti af þrettándu umferð Olísdeildarinnar og endaði 24-24.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 2-5 yfir eftir tíu mínútna leik.  Þá skiptu KA menn upp um gír og náðu að jafna leikinn.  Selfyssingar héldu svo frumkvæðinu áfram út hálfleikinn þar sem staðan var 11-13.  Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði og héldu Selfyssingar áfram að skora á undan.  Á 45.

Aðalfundur knattspyrnudeildar 2021

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá fimmtudaginn 11. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir, Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.

Eva María og Hergeir íþróttafólk Árborgar 2020

Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.

U-liðið sótti tvö stig í Dalhús

Selfoss U vann góðan sigur í Grill 66 deildinni í gærkvöldi.  Þá mættu þeir Fjölni á þeirra heimavelli í Dalhúsum, Grafarvogi.Heimamenn náðu frumkvæðinu strax í byrjun, en ungmenna liðið frá Selfossi héldu þó í við þá og jöfnuðu jafnharðann.  Selfyssingum gekk vel á báðum endum vallarins en misstu boltan óþarflega oft og skilaði það Fjölni eins marks forystu í hálfleik, 12-11.  Síðari hálfleikur rann svipað af stað, en eftir átta mínútur tóku Selfyssingar framúr Fjölni og komu sér í þriggja marka forystu, 14-17, á góðum kafla.  Áfram var vörnin mjög góð, en Fjölnismenn náðu þó að minnka muninn.  Selfyssingar sleptu ekki tökum á forystunni og unnu að lokum leikinn, lokatölur 23-24.Mörk Selfoss: Andri Dagur Ófeigsson 7, Gunnar Flosi Grétarsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 17 (42%)Eftir þessa frábæru liðsframistöðu fær U-liðið smá hvíld, en næsti leikur þeirra verður föstudaginn 19.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn marsmánaðar eru Davíð Bogi Sigmundsson og Alexía Björk Þórisdóttir. Davíð Bogi er í 6. flokki karla og hefur æft vel síðustu mánuði, hann hefur verið að bæta sig mikið tæknilega og stendur sig mjög vel. Alexía Björk er í 3.