Fréttir

Silfur til Selfyssinga í sveitakeppninni

Selfyssingar urðu í öðru sæti í sveitakeppni karla í júdó árið 2018 en keppnin fór fram um helgina í umsjón Júdofélags Reykjavíkur að þessu sinni.Keppnin var fyrst haldin árið 1974 og var þetta í 43.

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 26. nóvember og 3. desember verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.

Selfyssingar með flest verðlaun á haustmóti

Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum var haldið í Grindavík 6. október. Keppendur voru 56 og þar af ellefu frá júdódeild Selfoss. Margar skemmtilegar glímur sáust og flott köst.

Tilboðsdagur Jako í Tíbrá

Mánudaginn 10. september verður Jako með tilboðsdag í Tíbrá milli klukkan 16 og 19.Frábær tilboð á félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg

Frístundaakstur hefst innan Sveitarfélagsins Árborgar mánudaginn 3. september í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf.Frístundabíllinn mun aka alla virka daga frá því um klukkan 13:00-15:30 og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins.

Tómstundamessa Árborgar 2018

Tómstundamessa Árborgar fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 29. ágúst. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Á tómstundamessunni verður hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg.

Júdóæfingar hefjast 4. september

Æfingar í júdó fara í fullan gang mánudaginn 4. september. Æfingar fara fram í gamla íþróttahúsi Sandvíkurskóla sem er staðsett norðan við Sundhöll Selfoss.

Sex Selfyssingar á NM

Sex keppnismenn frá Umf. Selfossi hafa verið valdir í íslenska landsliðið til þess að keppa á Norðurlandamóti í Hilleröd í Danmörku helgina 26.-27.

Vel heppnuð æfingaferð á Blönduós

Laugardaginn 21. apríl fór hópur af ungum júdóiðkenndum í árlega æfingaferð til Blönduós. Þar voru haldnar sameiginlegar æfingar með iðkendum frá Sauðárkróki og Blönduósi.Að lokinni æfingu á laugardeginum var farið í sund, skemmt sér í félagsmiðstöðinni og pizzapartý um kvöldið.

Egill Blöndal íþróttamaður HSK 2017

Júdómaðurinn Egill Blöndal var valinn Íþróttamaður HSK 2017 en verðlaunin voru veitt á Héraðsþingi HSK í Þorlákshöfn sl. laugardag.  Egill er fyrsti judómaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun.Fimm manna valnefnd kaus íþróttamann HSK úr röðum þeirra sem tilnefndir voru af nefndum og ráðum sambandsins. Egill hefur lagt gríðarlega mikið á sig við æfingar og keppni, jafnt innanlands sem erlendis á undanförnu ári.