Fréttir

Leikja- og júdónámskeið Selfoss

Júdódeild Selfoss býður í sumar upp á fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó.Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.Hvert námskeið eru fjórir dagar, frá mánudegi til fimmtudags. Námskeiðið fer fram í júdósalnum í Sandvíkurskóla (beint á móti Sundhöll Selfoss).

Nýr og glæsilegur frístundavefur Árborgar

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða „Sumarbæklings Árborgar" sem hefur verið gefin út mörg undanfarin ár. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni allt árið birta upplýsingar um frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.

Egill og Þór Íslandsmeistarar

Selfyssingar kræktu í tvo titla á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem var haldið í íþróttahúsinu í Digranes í Kópavogi sunnudaginn 16.

Frábær skemmtun á páskamóti JR

Páskamót JR og Góu var haldið föstudaginn 30. apríl og laugardaginn 1. maí en því hafði áður verið frestað vegna samkomubanns.Mótið fór nú fram í fimmtánda skipti og var opið öllum júdóklúbbum eins og venjulega.

Jöfn glíma hjá Agli á EM

Evrópumeistarmótið í júdó fór fram um helgina í Lissabon í Portúgal. Tveir Íslendingar kepptu á mótinu, Árni Lund í -81 kg flokki og Selfyssingurinn Egill Blöndal í -90 kg flokki.Egill mætti Milan Randl í annarri umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð.

Íþróttastarf heimilað á nýjan leik

Allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss kemst í gang á ný á morgun, fimmtudaginn 15. apríl. Grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.Gert er ráð fyrir að reglurnar, sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær gildi í þrjár vikur.Það er mikið fagnaðarefni að allt íþróttastarf geti hafist á ný en það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir.

Góður árangur á Vormóti JSÍ

Vormót fullorðinna fór fram 20. mars í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur. Keppendur frá Selfossi sýndu góð tilþrif og unnu til verðlauna í þremur flokkum.Böðvar Arnarson varð í öðru Sæti í -90 kg, Alexander Kuc varð annar í -66 kg, Jakub Tomczyk varð í þriðja sæti í -73 kg og Vésteinn Bjarnason varð fjórði -66 kg.Umf.

Vel heppnað Vormót í yngri aldursflokkum

Vel heppnað Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum fór fram á Akureyri 13. mars. Mótið var í umsjón júdódeildar KA eins og undanfarin ár og fórst þeim það vel úr hendi en Hans Rúnar Snorrason hafði yfirumsón með því.Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var það í beinni útsendingu sem var frábært, sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á mótsstað.Keppendum frá júdódeild Selfoss gekk ágætlega á mótinu og unnu til margra verðlauna.Fannar Júlíusson 2.

Æfingar falla niður frá miðnætti

Í kjölfar hertra samkomutakmarkanir stjórnvalda, sem kynntar voru í dag, til að ná böndum utan um kórónuveirusmit fellur allt íþróttastarf hjá iðkendum Umf.

Skerðing á þjónustu Umf. Selfoss

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin.