Fréttir

Hitað upp fyrir EM - 1. hluti

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15. - 18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15.

Evrópumótið í hópfimleikum skartar níu Selfyssingum

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi 15.-18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum.Með blönduðu liði unglinga keppa Alma Rún Baldursdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Konráð Oddgeir Jóhannsson, Nadía Björt Hafsteinsdóttir og Rikharð Atli Oddsson.

Selfyssingar í eldlínunni á Evrópumótinu í hópfimleikum

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15.-18. október. Mótið er stærsti viðburður í fimleikum sem haldinn hefur verið hér á landi og fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík.Á mótinu keppa níu Selfyssingar í þremur mismunandi landsliðum.

Eva aftur til liðs við Selfoss

Selfyssingurinn Eva Grímsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss á nýjan leik eftir stutta dvöl hjá Stjörnunni í Garðabæ.Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fimleikadeild Selfoss að endurheimta Evu en hún er ein albesta fimleikakona landsins auk þess að vera mikil og góð fyrirmynd yngri iðkenda á Selfossi.Eva keppir fyrir hönd Íslands í fullorðinsflokki kvenna á Evrópumótinu sem fram fer á Íslandi 13.-18.

Frábær viðbót í þjálfarateymi Selfoss

Fimleikadeild Selfoss hefur ráðið til sín danskan þjálfara í fullt starf. Hann heitir Mads Pind Jensen er 21 árs og kemur frá Danmörku.

Íþróttaskóli barnanna haust 2014

Íþróttaskóli barnanna er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi. Kennt er á sunnudögum í tveimur hópum.Fyrri hópurinn er frá 10:00-10:50 fyrir börn fædd 2012 og 2013.Seinni hópurinn er frá 11:00-11:50 fyrir börn fædd 2010 og 2011.Skráning fer fram á staðnum.

Þjálfararáðstefna í Árborg 2014

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi 26. og 27. september. Þema ráðstefnunnar í ár er gleði, styrkur og afrek.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa í Sveitarfélaginu Árborg og eru yfir 18 ára aldri.

Íþróttaskólinn á sunnudögum

Íþróttaskólinn byrjar sunnudaginn 14. september til og með 16. nóvember. Athugið ný tímasetning á sunnudögum.Kennt er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.Verð kr.

Fjöldi Selfyssinga á leið á EM

Landsliðsþjálfarar Íslands hafa tilkynnt lokahópinn fyrir EM í hópfimleikum sem fram fer í Laugardalshöllinni 15.-18. október.Í blönduðu liði fullorðinna eiga Selfyssingar einn fulltrúa sem er Hugrún Hlín Gunnarsdóttir.

Niðurröðun í fimleika lokið

Nú ættu allir að vera komnir með stundatöflu fyrir veturinn í fimleikadeildinni. Ef einhver hefur ekki fengið senda töflu en skráði samt á réttum tíma þá vinsamlegast sendið póst á .Einhverjir hafa verið að týnast inn á síðustu metrunum og búið er að koma flestum að og unnið er að koma þeim öllum að.