Fréttir

Íslandsmeistarar á dýnu og gólfi

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í Garðabæ dagana 25. og 26. apríl. Selfoss átti þrjú lið sem kepptu á mótinu tvö í kvennaflokki og eitt í flokki blandaðra liða.Kvennalið Selfoss A hafnaði í fimmta sæti og Selfoss B í sjötta sæti.

Þrjú lið á Íslandsmóti í hópfimleikum

Í dag, föstudaginn 25. apríl, tekur Selfoss þátt í Íslandsmótinu í hópfimleikum. Keppni hefst kl. 16:50 í Ásgarði í Garðabæ en bein útsending á hefst kl.

Bronslið Selfoss heiðrað

Bronsverðlaunahafar Fimleikadeildar Umf. Selfoss frá Norðurlandamóti unglinga voru heiðraðir með óvæntum hætti í Baulu í gær. Liðsmenn og þjálfarar voru leyst út með gjafabréfum og blómum frá deildinni og bíómiðum frá Sveitarfélaginu Árborg.Þóra Þórarinsdóttir formaður deildarinnar, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar, Kjartan Björnsson formaður íþrótta- og menningarnefndar og Guðmundur Kr.

Brenniboltamót

Meistaraflokkur Selfoss í hópfimleikum stóð fyrir brenniboltamóti laugardaginn 5. apríl.Ellefu lið voru skráð til leiks. Leikmenn liðanna voru á aldrinum 11 - 55 ára og spiluðu af meiri gleði en alvöru.

Bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga

Blandað lið Selfoss krækti sér í bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Ásgarði á laugardag. Alls voru sjö lið mætt til leiks í flokknum þar á meðal Selfoss og Gerpla frá Íslandi.Lið Selfyssinga toppaði klárlega á réttum tíma og sást orkan og öryggið langar leiðir. Þjálfarar liðsins, þær Olga Bjarnadóttir, Tanja Birgisdóttir og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, höfðu sett stefnuna á yfir 15 stig á dýnu og trampólíni og yfir 17 á gólfi og tókst það allt saman.

Norðurlandamót í hópfimleikum

Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ á laugardag. Mótið er þrískipt en keppt er blönduðum flokki, kvennaflokki og drengjaflokki.

Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2014 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.

Blandað lið Selfoss keppir á Norðurlandamóti

Á Bikarmóti Fimleikasambandsins sem haldið var á Selfossi 15. mars vann blandað lið Selfoss sér þátttökurétt á Norðurlandamóti juniora en liðið keppir í unglingaflokki.Mótið verður haldið á Íslandi 12 .apríl í Ásgarði í Garðabæ.

Gleði og einbeiting í fimleikum

Það var troðfull stúkan í Iðu á laugardaginn þegar Nettómótið í hópfimleikum fór fram. Mótið er fyrir keppendur á aldrinum 7-14 ára sem eru að stíga sín fyrstu spor í keppni.Alls tóku 18 lið þátt í mótinu í tveimur aldursflokkum.

Selfoss með silfur og tvo brons á Bikarmóti FSÍ

Bikarmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi  laugardaginn 15. mars.Helstu úrslit urðu að Gerpla varð bikarmeistari í meistaraflokki kvenna, lið Stjörnunnar varð í öðru sæti og lið Selfossstúlkna í því þriðja. Í flokki mix kepptu tvö lið og hafði blandað lið Gerplu betur gegn blönduðu liði Stjörnunnar.