Fréttir

Æfingagjöld lægst á Selfossi

Í verðlagseftirliti sem ASÍ tók saman kemur fram að ódýrast er að æfa handbolta og fimleika hjá Umf. Selfoss þegar borin eru saman fjölmennustu íþróttafélög landsins.Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði námskeiðanna en mestur verðmunur er 148% á 4 klst.

Jólasýningin á laugardag

Jólasýning Fimleikadeildar Selfoss, sem að þessu sinni fjallar um Mjallhvíti og dvergana sjö, verður laugardaginn 14. desember í íþróttahúsi Vallaskóla.

Fimleikabókin verður til sölu á jólasýningunni

Fimleikasamband Íslands gefur út fimleikabók nú fyrir jólin. Þetta er bókin sem við öll höfum verið að bíða eftir, Í bókinni eru myndir og viðtöl við fimleikafólk bæði úr hópfimleikum og áhaldafimleikum.

Undirbúningur Jólasýningar fimleikadeildar Selfoss 2013 í fullum gangi

Jólasýning Fimleikadeildar Selfoss verður haldin laugardaginn 14. desember í íþróttahúsi Vallaskóli. Um þessar mundir eru margar hendur að undirbúa sýninguna og krakkarnir æfa stíft til að stóri dagurinn verði sem eftirminnilegastur.

Íslandsmeistaratitlar í stökkfimi

Íslandsmótið í stökkfimi sem er ný keppni hjá Fimleikasambandi Íslands fór fram síðast liðna helgi. Keppt var í dýnu- og trampólínstökkum.

Íslandsmót í stökkfimi

Íslandsmót í stökkfimi fer fram um helgina í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Grafarvogi. Selfoss á 10 keppendur á mótinu en þetta mót er val hjá iðkendum fimleikadeildarinnar.

Selfoss á palli í öllum flokkum

Haustmót Fimleikasambands Íslands var haldið laugardaginn 16. nóvember í íþróttahúsinu Versölum í Kópavogi. Alls voru rúmlega 500 keppendur frá níu félögum af öllu landinu mætt til keppni.

Haustmót í hópfimleikum

Selfoss sendir átta lið til keppni á Haustmóti í hópfimleikum fer fram laugardaginn 16. nóvember í Versölum í Kópavogi. Mótið er í umsjón Gerplu.

Norðurlandamót í hópfimleikum

Fjórir núverandi og fyrrverandi nemendur Fimleikaakademíu Umf. Selfoss og FSu kepptu um helgina á Norðurlandamóti fullorðinna í hópfimleikum sem fram fór í Danmörku.

Danskir fimleikakrakkar í heimsókn

Mánudaginn 14. október kom í heimsókn hópur danskra fimleikakrakka frá Árósum. Þetta voru 35 krakkar á aldrinum 7-16 ára.  Þau eru í vikuferð á Íslandi og hafa verið með sýningar fyrir fimleikafélög og leikskóla.