12.03.2013
Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, var útnefnd íþróttamaður HSK 2012 á héraðsþingi Skarphéðins í Aratungu síðast liðinn laugardag 9.mars. Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur í kjörinu en sérstök valnefnd kýs íþróttamann ársins.Hrafnhildur Hanna náði frábærum árangri árið 2012 er hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands í október.
12.03.2013
Laugardaginn 9.mars kepptu 3 lið, tvö stúlknalið og eitt strákalið, frá fimleikadeild Selfoss á hópfimleikamóti í Þorlákshöfn.
07.03.2013
Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fór fram í Garðabæ 1.-3.mars 2013. Alls tóku 52 lið þátt í mótinu frá 10 félögum víðs vegar af landinu. Fimleikadeild Selfoss sendi 11 lið til keppni í 5 fimm aldursflokkum. Í fjórða flokki kvenna sem er 9-10 ára flokkurinn hömpuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitlinum eftir mjög svo harða baráttu við lið Skagamanna en Selfossstúlkur hlutu samtals 36.40 stig en lið Skagamanna var fast á hæla þeirra með 36.37 stig. Gerplustúlkur enduðu í 3.sæti í þeim flokki frekar langt á eftir með 30.20 stig. Samtals voru 7 lið mætt til keppni í 4.
28.02.2013
Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls eru 52 lið skráð til keppni frá tíu félögum af öllu landinu.
12.02.2013
Um síðustu helgi fór fram í Iðu Þorramót í hópfimleikum. Þorramót hefur verið haldið á Selfossi í nokkur ár og eru orðin fastur liður í starfi fimleikadeildarinnar.
22.01.2013
Meistaraflokkur Selfoss í hópfimleikum keppti á Reykjavíkur-leikunum laugardaginn 19. janúar sl. Mótið var haldið í glæsilegu húsnæði Stjörnustúlkna í Garðabæ. Stelpurnar í liði Selfoss keyrðu gott mót, en mótið var m.a.
17.01.2013
Laugardaginn 19. janúar verður lagersala hjá Sportbúð Errea í Dugguvogi 3, Reykjavík. Þar verða m.a seldar stuttbuxur, bolir, treyjur og peysu.
15.01.2013
Íþróttaskóli fimleikadeildar Umf. Selfoss hefst að nýju laugardaginn 19. janúar 2013. Námskeiðið, sem er fyrir börn fædd 2008-2010, er 10 skipti og kostar 10.000 krónur.
11.12.2012
Á jólasýningu fimleikadeildarinnar hefur skapast sú hefð að útnefna fimleikakonu ársins. Nú var bætt um betur og einnig útnefndur fimleikakarl ársins.
11.12.2012
Laugardaginn 8. desember sl. var hin árlega jólasýning fimleikadeildar Selfoss. Í ár var sett upp sýning byggð á sögunni um Galdrakarlinn í OZ.