Fréttir

Galdrakarlinn í OZ

Jólasýning fimleikadeildar Selfoss verður haldin laugardaginn 8.desember.  Í ár setja krakkarnir upp Galdrakarlinn í OZ.  Búast má við lífi og fjöri í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardaginn þegar Dórótea, ljónið, tinkarlinn og fuglahræðan taka á móti gestum , en sýningarnar verða þrjár talsins.  Sú fyrsta hefst klukkan 9:30, önnur sýning er svo klukkan 11:30 og sú síðasta verður klukkan 13:15.  Mikill undirbúningur hefur verið í gangi hjá börnum, þjálfurum, stjórn og foreldrum og má búast við heljarinnar sýningu að vanda.  Öll börn í deildinni taka þátt í þessu verkefni deildarinnar sem hefur vaxið ár frá ári.  Á milli sýninga verður hægt að kaupa sér hressingu í anddyri Vallaskóla.   Aðgangseyrir er 1000kr.

Gull, fjögur silfur og brons á haustmóti FSÍ í hópfimleikum

Haustmót Fimleikasambands Íslands fór fram í Versölum í Kópavogi dagana 23. og 24. nóvember s.l. Alls tóku átta lið frá Selfossi þátt í fjórum mismunandi flokkum, en mótið var fjölmennt að vanda.

Galdrakarlinn í Oz jólasýningin 2012

Undirbúningur jólasýningar fimleikadeildar Umf. Selfoss er nú í fullum gangi. Undirbúningsnefnd sem er skipuð þjálfurum deildarinnar er þessa dagana að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar.

Strákalið Selfoss bikarmeistarar - unnu Gerplustráka

Bestu hópfimleikalið landsins kepptu í íþróttahúsi Vallaskóla á bikarmót FSÍ sem fram fór á Selfossi um síðustu helgi. Mótshaldari var fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss.

Bikarmót í hópfimleikum á Selfossi á laugardaginn

Bikarmót FSÍ í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi laugardaginn 17. nóvember. Keppni fer fram í meistarflokki kvenna og karla, 1.

Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu

Evrópumeistaramótið í hópfimleikum fór fram í Árósum í Danmörku 18.–20. október s.l. Skemmst er frá því að segja að stúlknalið Íslands hampaði Evrópumeistaratitli eftir spennandi keppni í úrslitum.

Landsliðin í hópfimleikum að leggja í hann á Evrópumótið í hópfimleikum

Ísland sendir landslið í fjórum mismunandi flokkum á Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Árósum dagana 18.-20.október.  Hópurinn sem samanstendur af 56 keppendum, 12 þjálfurum, sjúkraþjálfara, dómurum, farastjórum og íþróttafréttamanni heldur utan á morgun þriðjudaginn 16.okt.

ZUMBA fitness PARTÝ

Laugardaginn 6.október klukkan 12:00 í íþróttahúsinu Baulu verður haldið heljarinnar zumbapartý.  Þetta er hluti af fjáröflun þeirra iðkenda sem valin voru í landslið Íslands í hópfimleikum en þau eru að fara að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið verður í Aarhus í Danmörku 18.-20.október.

Nýtt námskeið hjá Íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli fimleikadeildar Umf. Selfoss hefst að nýju laugardaginn 15. september. Námskeiðið eru 10 skipti og kostar 10.000 krónur.

Skráningarfrestur í fimleika framlengdur fram á föstudag 24.ágúst

1) Haka í  samþykkja skilmála. 2) Smella á nýskráning3) Slá inn kennitölu forráðamanns og ýta á áfram4) Fylla inn upplýsingar um forráðamann.