12.05.2013
Síðasti dagur Vormóts FSÍ í hópfimleikum kláraðist í dag með keppni í 3.flokki. Átján lið voru mætt til keppni í kvennaflokknum og átti Fimleikadeild Selfoss þrjú lið þar af.
11.05.2013
Annar dagur Vormóts Fimleikasambandsins fór fram í Vallaskóla í dag. Í morgun var keppt í opnum flokki sem er flokkur 15 ára og eldri.
11.05.2013
Vormót Fimleikasambands Íslands fer vel af stað en keppt er í íþróttahúsi Vallaskóla alla helgina. Í kvöld var keppt í 4.flokki kvenna og 2.flokki karla.
08.05.2013
Fimleikadeild Selfoss gefur út vormótsblað í tengslum við Vormót Fimleikasambands Íslands sem haldið er á Selfossi um helgina. Blaðið er borið út í hús í Sveitarfélaginu Árborg en einnig fá áhorfendur á mótinu eintak.
27.04.2013
Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Versölum í Kópavogi 26. og 27.apríl 2013. Selfoss átti tvö lið í keppninni en það var blandað lið Selfoss og kvennalið Selfoss.
17.04.2013
Sunnudaginn 14.apríl keppti einn hópur frá Selfossi, Selfoss 10, á hópfimleikamóti Fylkis. Mótið var fjölmennt og var því skipt í tvo hluta.
05.04.2013
Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fer fram í kvöld 5.apríl klukkan 19:20 í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Búast má við hörkukeppni en keppt verður í karla, kvenna og blönduðum liðum og á Selfoss eitt lið í hverjum flokki.
27.03.2013
Aðalfundur Fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 10. apríl kl. 21.00Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnirStjórnin.
12.03.2013
Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, var útnefnd íþróttamaður HSK 2012 á héraðsþingi Skarphéðins í Aratungu síðast liðinn laugardag 9.mars. Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur í kjörinu en sérstök valnefnd kýs íþróttamann ársins.Hrafnhildur Hanna náði frábærum árangri árið 2012 er hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands í október.
12.03.2013
Laugardaginn 9.mars kepptu 3 lið, tvö stúlknalið og eitt strákalið, frá fimleikadeild Selfoss á hópfimleikamóti í Þorlákshöfn.