17.04.2013
Sunnudaginn 14.apríl keppti einn hópur frá Selfossi, Selfoss 10, á hópfimleikamóti Fylkis. Mótið var fjölmennt og var því skipt í tvo hluta.
05.04.2013
Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fer fram í kvöld 5.apríl klukkan 19:20 í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Búast má við hörkukeppni en keppt verður í karla, kvenna og blönduðum liðum og á Selfoss eitt lið í hverjum flokki.
27.03.2013
Aðalfundur Fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 10. apríl kl. 21.00Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnirStjórnin.
12.03.2013
Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, var útnefnd íþróttamaður HSK 2012 á héraðsþingi Skarphéðins í Aratungu síðast liðinn laugardag 9.mars. Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur í kjörinu en sérstök valnefnd kýs íþróttamann ársins.Hrafnhildur Hanna náði frábærum árangri árið 2012 er hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands í október.
12.03.2013
Laugardaginn 9.mars kepptu 3 lið, tvö stúlknalið og eitt strákalið, frá fimleikadeild Selfoss á hópfimleikamóti í Þorlákshöfn.
07.03.2013
Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fór fram í Garðabæ 1.-3.mars 2013. Alls tóku 52 lið þátt í mótinu frá 10 félögum víðs vegar af landinu. Fimleikadeild Selfoss sendi 11 lið til keppni í 5 fimm aldursflokkum. Í fjórða flokki kvenna sem er 9-10 ára flokkurinn hömpuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitlinum eftir mjög svo harða baráttu við lið Skagamanna en Selfossstúlkur hlutu samtals 36.40 stig en lið Skagamanna var fast á hæla þeirra með 36.37 stig. Gerplustúlkur enduðu í 3.sæti í þeim flokki frekar langt á eftir með 30.20 stig. Samtals voru 7 lið mætt til keppni í 4.
28.02.2013
Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls eru 52 lið skráð til keppni frá tíu félögum af öllu landinu.
12.02.2013
Um síðustu helgi fór fram í Iðu Þorramót í hópfimleikum. Þorramót hefur verið haldið á Selfossi í nokkur ár og eru orðin fastur liður í starfi fimleikadeildarinnar.
22.01.2013
Meistaraflokkur Selfoss í hópfimleikum keppti á Reykjavíkur-leikunum laugardaginn 19. janúar sl. Mótið var haldið í glæsilegu húsnæði Stjörnustúlkna í Garðabæ. Stelpurnar í liði Selfoss keyrðu gott mót, en mótið var m.a.
17.01.2013
Laugardaginn 19. janúar verður lagersala hjá Sportbúð Errea í Dugguvogi 3, Reykjavík. Þar verða m.a seldar stuttbuxur, bolir, treyjur og peysu.