Fréttir

Sumarnámskeið á vegum Ungmennafélagsins

Sumarnámskeið á vegum Umf. Selfoss fara af stað um leið og skólastarfinu lýkur hér á Selfossi. Fjölbreytt starf er í boði fyrir krakka á öllum aldri og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss verða í júní og ágúst.  Um tvö námskeið er að ræða og verður það fyrra haldið 10. -21.júní og hið seinna 6.-16.ágúst.

Enn einn deildarmeistaratitillinn á Selfoss í dag

Síðasti dagur Vormóts FSÍ í hópfimleikum kláraðist í dag með keppni í 3.flokki.  Átján lið voru mætt til keppni í kvennaflokknum og átti Fimleikadeild Selfoss þrjú lið þar af.

Íslandsmeistaratitill og deildarmeistaratitill á Selfoss í dag

  Annar dagur Vormóts Fimleikasambandsins fór fram í Vallaskóla í dag.  Í morgun var keppt í opnum flokki sem er flokkur 15 ára og eldri.

Deildarmeistaratitlar á Selfoss

Vormót Fimleikasambands Íslands fer vel af stað en keppt er í íþróttahúsi Vallaskóla alla helgina. Í kvöld var keppt í 4.flokki kvenna og 2.flokki karla.

Vallaskóli iðar af fimum krökkum um helgina

Fimleikadeild Selfoss gefur út vormótsblað í tengslum við Vormót Fimleikasambands Íslands sem haldið er á Selfossi um helgina.  Blaðið er borið út í hús í Sveitarfélaginu Árborg en einnig fá áhorfendur á mótinu eintak.

Blandað lið Selfoss Íslandsmeistari í gólfæfingum

  Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Versölum í Kópavogi 26. og 27.apríl 2013.  Selfoss átti tvö lið í keppninni en það var blandað lið Selfoss og kvennalið Selfoss.

Silfur og brons til Selfossstúlkna í fimleikum

Sunnudaginn 14.apríl keppti einn hópur frá Selfossi, Selfoss 10, á hópfimleikamóti Fylkis. Mótið var fjölmennt og var því skipt í tvo hluta.

Þessar verða í eldlínunni í kvöld

Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fer fram í kvöld 5.apríl klukkan 19:20 í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Búast má við hörkukeppni en keppt verður í karla, kvenna og blönduðum liðum og á Selfoss eitt lið í hverjum flokki.

Aðalfundur Fimleikadeildar Selfoss

Aðalfundur Fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 10. apríl kl. 21.00Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnirStjórnin.