13.08.2012
Nú hefst skráning í fimleika fyrir veturinn 2012-2013. Ungmennafélag Selfoss er að taka í notkun nýtt skráningarkerfi sem heitir Nora.
12.07.2012
Ungar fimleikastúlkur frá Selfossi, fæddar 1997 og 1998, halda út föstudaginn 13. júlí á fimleikahátíðina Eurogym sem haldin er í Portúgal.
24.05.2012
Vetrarstarfi fimleikadeildar lýkur formlega föstudaginn 1.júní. Áframhaldandi æfingar fyrir eldri iðkendur verða fram til 6.júlí en þá verður sumarfrí þar til 6.ágúst. Meistaraflokkur félagsins starfar þó eftir öðru plani vegna landsliðsverkefna.
21.05.2012
Vormót FSÍ í hópfimleikum fór fram á Egilsstöðum helgina 12.-13. maí sl. Alls tóku 51 lið frá 13 félögum þátt í mótinu en það tókst vel í alla staði.
30.04.2012
Hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson verður haldið á laugardaginn kemur þann 5. maí í íþróttahúsi Vallaskóla. Mótinu er tvískipt.
25.04.2012
Stúlkur á aldrinum 13-16 ára úr fimleikadeild Selfoss efla til fjáröflunar þann 1. maí nk. Þær ganga í hús og selja nýbakaðar eplakökur á 1.000 kr.
14.04.2012
Úrslit í fjölþraut Íslandsmótsins í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í dag. Mótið verður sýnt á RUV á morgun laugardag klukkan 13:30. Blandað lið Selfoss keppti við tvö önnur lið annað frá Gerplu sem er á leið á NM juniora í Svíþjóð og svo hinsvegar við blandað lið Stjörnunnar og Ármanns.
01.04.2012
Nú á dögunum var tilkynntur fyrsti æfingahópur landsliðsins í flokki fullorðina fyrir Evrópumótið 2012. Selfyssingar eiga þar fjóra fulltrúa en það eru þær Helga Hjartardóttir, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, Rakel Nathalie Kristinsdóttir og Unnur Þórisdóttir.
01.04.2012
Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fóru fram í húsakynnum Gerplu föstudaginn 30. mars. Selfoss sendi tvö lið til keppni en það voru lið Selfoss HM1, sem keppir í kvennaflokki, og lið Selfoss HM4, sem keppir í flokki blandaðra liða.
29.03.2012
Meistarahópur Selfoss í fimleikum hafa undanfarið verið að safna fyrir nýjum keppnisgöllum. Stelpurnar hafa gengið í fyrirtæki á svæðinu og boðið myndarlegar nýsteiktar kleinur eða glæsilegar marengstertur sem starfsmenn fyrirtækjanna geta gætt sér á fyrir páskahátíðina. Vel hefur verið tekið á móti stelpunum en þær munu sækja pantanir á mánudag og afhenda baksturinn glænýjan á þriðjudagsmorgun. Keyrt er heim að dyrum. Kleinurnar eru seldar 15 saman í pakka og kostar pokinn 1000kr en terturnar kosta 3500kr.