Fréttir

Flottur árangur á beltaprófi

Fjöldi iðkenda í U13 og U15 hefur að undanförnu þreytt beltapróf í júdó. Það náðu allir prófi og stóðu sig vel. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir vormót og Íslandsmót þar sem iðkendur júdódeildar Selfoss stefna á að standa sig vel.---Á mynd með frétt eru f.h. Jóel, Alexander, Brynjar, Vésteinn, Christopher, Óskar, Sara, Kristján, Styrmir og Grétar.Á mynd fyrir neðan eru f.h.

Glæsilegur árangur á afmælismóti JSÍ

Sextán keppendur frá Júdódeild Selfoss kepptu á afmælismóti Júdósambands Íslands fyrir keppendur yngri en 21 árs. Um 90 keppendur frá níu félögum kepptu á mótinu og keppendur frá Selfossi flest verðlaun eða sjö gull, tvö silfur og fimm brons.Mörg glæsileg köst og fastatök sáust á mótinu.

Aðalfundur júdódeildar 2018

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 20:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Júdódeild Umf.

Fern verðlaun á Danish Open

Um helgina fór fram í Danmörku Danish Open 2018 og kepptu sjö júdómenn fyrir Íslands hönd. Liðið skipuðu fimm keppendur frá júdódeild Umf.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2017-2018

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Selinu á Selfossi föstudaginn 5. og laugardaginn 6. janúar 2018. Þema ráðstefnunnar í ár er samstíga til árangurs.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum Sveitarfélagsins Árborgar að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Elvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk Umf. Selfoss

Handknattleiksfólkið Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss var haldin í félagsheimilinu Tíbrá föstudaginn síðastiliðinn.

Netkosning - íþróttafólk Árborgar 2017

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar, sem stendur fyrir kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Árborgar ár hvert hefur ákveðið að bæta netkosningu við kjörið þetta árið.

Við ramman reip að draga í Tokyo

Það var við ramman reip að draga þegar Egill Blöndal keppti á Tokyo Grand Slam á sunnudaginn. Hann mætti Jose Luis Arroyo Osorno frá Perú í hörkuglímu.

Egill keppir á Tokyo Grand Slam

Selfyssingurinn Egill Blöndal, tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó árið 2017, er á leið á sterkasta mót í heiminum í bardagaíþróttum Tokyo Grand Slam 2017.Mótið fer fram í Tokyo um næstu helgi og mun Egill keppa á sunnudeginum 3.

Glæsilegur árangur á haustmóti

Helgina 21.-22. október fór fram haustmótið í júdó þar sem keppt var í yngri flokkum júdódmanna frá 11 til 21 árs. Fór mótið fram í Grindavík í umsjón júdódeildar heimamanna.Júdódeild Selfoss sendi níu keppendur til leiks og unnu þeir flest verðlaun á mótinu eða fimm gull og þrjú silfur.Árangur einstakra keppenda: Hrafn Arnarsson         gull Haukur Ólafsson        gull Claudiu Sohan             gull Einar Magnússon        gull Vésteinn Bjarnason    gull Jakop Tomczyk          silfur Alexander Adam Kuc silfur Brynjar Bergsson        silfur Jóel Jóhannesson      fimmta sætiTil hamingju með árangurinn.