Fréttir

Egill í níunda sæti í Gdynia

Selfyssingurinn Egill Blöndal heldur áfram að gera það gott á meginlandi Evrópu. Um helgina átti hann ágætan dag í þar sem hann krækti í níunda sætið á European Cup juniors.Í fyrstu umferð lagði hann Milosz Pekala frá Póllandi og því næst Federico Rollo frá Ítalíu.

Egill og Úlfur keppa í Evrópu

Júdómenn frá Selfossi hafa verið og verða á ferð og flugi um Evrópu í júlí. Úlfur Böðvarsson, sem býr núna og æfir í Danmörku, keppti seinasta laugardag á í sem haldið var í Finnlandi.

Þrefaldur sigur Selfyssinga á NM

Júdómenn frá Selfossi náðu frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fram fór í Larvik í Noregi um helgina.Egill Blöndal vann gull í -90 kg flokki U21 þar sem hann glímdi til úrslita við félaga sinn Grím Ívarsson sem varð að láta sér lynda silfrið í þetta sinn en hann var ríkjandi Norðurlandameistari.

Sigursælir Selfyssingar

Íslandsmót í júdó fyrir keppendur yngri en 21 árs fór fram laugardaginn 29. apríl í húsnæði júdódeildar Ármanns í Laugardalnum í Reykjavík.Þátttaka var mjög góð eða 124 keppendur frá ellefu félögum.

Þór Davíðsson Íslandsmeistari

Íslandsmótið í júdó 2016 fór fram þann 16. apríl í Laugardalshöll og voru keppendur um 50 talsins þar af kepptu fjórir fyrir hönd júdódeildar Selfoss.

Uppbygging íþróttamannvirkja í brennidepli á aðalfundi Umf. Selfoss

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi.

Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2016 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.

Egill Blöndal á leið til Japan

Egill Blöndal júdómaður í Selfoss hefur undanfarið verið við æfingar í Frakklandi ásamt Akureyringnum Breka Bernharðssyni. Þar hafa þeir félagar æft með nokkrum af sterkustu júdómönnum Frakklands svo sem Loic Pietri sem vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Rio de Jeneiro 2013, brons 2014 og silfur 2015.Þá voru þeir félagar í ólympíuæfingabúðunum í Nymburk Tékklandi þar sem einnig voru við æfingar Ilias Iliadis ólympíumeistari, þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur Evrópumeistari sem og Teddy Riner áttfaldur heimsmeistari.Þeir Egill og Breki eru síðan á leiðinni til Japan um miðjan apríl til æfinga í einn mánuð og verða þá tilbúnir að mæta á Norðurlandamót í Noregi í maí.

Grímur og Úlfur í fremstu röð í Kaupmannahöfn

Selfyssingarnir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson kepptu um helgina á Copenhagen Open, afar fjölmennu alþjóðlegu júdómóti í Danmörku.Grímur keppti til úrslita í -90 kg flokki U21 árs og endaði með silfurverðlaunin.

Héraðsþing HSK fór vel fram á Selfossi

94. héraðsþing HSK var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag og er þetta í níunda sinn sem þingið er haldið á Selfossi.