Fréttir

Hanna í A-landsliðið

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið valin í landsliðshóp Íslands fyrir leikina í forkeppni HM 2015 við Ítalíu og Makedóníu.

Selfyssingar þriðju í sveitakeppninni

Sveitakeppni karla var haldin laugardaginn 15. nóvember í Laugardalshöll. Alls kepptu átta sveitir á mótinu og mætti Júdódeild Selfoss með eina sveit til keppninnar.Júdódeildin varð fyrir áfalli fyrr í vikunni þegar okkar sterkasti júdómaður Þór Davíðsson meiddist á öxl.

Íslandsmet í 60 metra grindahlaupi

Silfurleikar ÍR voru haldnir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 15 nóv.  Skemmst er frá því að segja að Selfosskrakkarnir stóðu sig mjög vel og voru áberandi á vellinum.  Samtals unnu þau til 7 gullverðlauna, 7 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna.

Taekwondo æfingar í Þorlákshöfn

Það er föngulegur hópur af krökkum sem æfir taekwondo í Þorlákshöfn. Taekwondodeild Selfoss hefur verið með æfingar þar undanfarin misseri og eru þeir iðkendur sem lengst eru komnir með blá og græn belti.Iðkendur eru áhugasamir og mæta mjög vel.

Jafntefli á móti KR

Meistaraflokkur karla í handbolta gerði í gær jafntefli við KR, 26 -26. Selfyssingar voru frekar stirðir í gang og höfðu KR-ingar frumkvæði í upphafi leiks.

Fyrsti tapleikur Selfyssinga

Selfoss tók á móti Gróttu í níundu umferð Olísdeildarinnar á laugardag. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar okkar ekki tapað á heimavelli í vetur.

Æfingar hjá U19

Þrír leikmenn Selfoss voru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara í Kórnum um helgina. Leikmennirnir sem um ræðir eru Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir.

Ingibjörg Erla hlaut styrk úr Afrekskvennasjóði

Í dag var úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Taekwondokonan Ingibjörg Erla Grétarsdóttir var ein þriggja kvenna sem hlaut styrk að þessu sinni. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélag Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur.

Æsispennandi Unglingamót HSK

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 9. nóvember s.l. Mótið hefur verið haldið árlega í 41 ár, en fyrsta mótið var haldið árið 1973.Fram kemur í að Dímon vann stigakeppni mótsins annað árið í röð.

Paris Open Taekwondo 2014

10. TOURNOI INTERNATIONAL DE PARIS - WTF G1Helgina 22. og 23. nóvember munu Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir keppa á þessu firna sterka móti í París.