01.11.2013
Kyu móti JSÍ sem halda átti á morgun á Selfossi hefur því miður verið aflýst sökum lítillar þátttöku.
31.10.2013
Haustmót JSÍ fór fram í Vogum 12. október og gekk júdómönnum frá Umf. Selfoss vel og unnu til fjölda verðlauna.Egill Blöndal sigraði sinn flokk örugglega og varð auk þess í öðru sæti í flokki fullorðinna eftir harða viðureign við hinn sterka júdómann Jón Þórarinsson JR sem er einn af sterkustu bardagamönnum landsins.
10.10.2013
Síðatliðinn föstudag heiðruðu Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélagið Selfoss frjálsíþróttakonuna Fjólu Signý Hannesdóttur og júdómanninn Egil Blöndal sem unnu til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar.Fjóla krækti sér í gull, silfur og brons en Egill vann bronsverðlaun í liðakeppni í júdó.Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf.
01.10.2013
Í seinustu viku hófust sérstakir kvennatímar í sal júdódeildarinnar í Sandvíkurskóla. Tímarnir eru á miðvikudögum kl 19:00 og er boðið upp á æfingar sem henta öllum, hvort sem er byrjendum eða lengra komnum.
17.09.2013
Þjálfararáðstefna fyrir alla sem þjálfa íþróttir innan vébanda Sveitarfélagsins Árborgar verður haldin dagana 11.-12. október.
13.09.2013
Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.
28.08.2013
Um leið og skólarnir byrja hefst vetrarstarfið hjá flestum deildum Ungmennafélagsins. Handknattleiksdeildin reið á vaðið 22. ágúst, æfingar í taekwondo hefjast í dag, 28.
07.08.2013
Sumar á Selfossi hefst miðvikudaginn 7. ágúst með menningarlegum miðvikudegi en í framhaldinu er þétt dagskrá alveg fram á sunnudag.
17.07.2013
Selfyssingarnir Egill Blöndal og Sigþór Helgason þátt í Ólympíuhátíð æskunnar sem haldin er í Utrecht í Hollandi 14.-19. júlí.
26.06.2013
Eftir rétta viku hefst Landsmót UMFÍ á Selfossi en keppni hefst eftir hádegi á fimmtudeginum 4. júlí. Landsmótsgestir fara væntanlega að drífa að fljótlega upp úr næstu helgi og verður örugglega straumur fólks á staðinn þegar líður að mótshelginni.