Afmælismót Júdósambands Íslands fyrir 20 ára og yngri var haldið um síðustu helgi. Mótið var haldið hjá Júdófélagi Reykjavíkur og voru 60 keppendur mættir til leiks frá 8 félögum.
Júdóæfingar eru hafnar að fullum krafti samkvæmt stundaskrá. Æfingarnar fara fram í nýja júdósalnum í Sandvíkurskóla. Byrjendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir.