Fréttir

Selfyssingar bikarmeistarar

Strákarnir á eldra ári í 4. flokki Selfoss urðu bikarmeistarar er þeir unnu ÍR í úrslitaleik í gær. Selfoss komst yfir snemma leiks og hélt forystunni allan leikinn.

Bikarmót unglinga í hópfimleikum

Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 25.-26. febrúar.  Mótið fór fram í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, þar tóku þátt um 900 keppendur á aldrinum 9 til 13 ára.Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á þessum aldri á mótið, alls ellefu lið.

Þjálfaraskipti hjá Selfyssingum

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss hefur frá og með deginum í dag sagt upp samningi við Zoran Ivic og Sebastian Alexanderson sem þjálfað hafa Olísdeildarlið kvenna hjá Selfoss frá vordögum 2016.  Uppsögn tekur þegar gildi.Um leið og þeim eru þökkuð fyrir ágæt störf fyrir handknattleiksdeild Selfoss tilkynnist það að við liðinu munu taka þeir Grímur Hergeirsson og Árni Steinn Steinþórsson og hefja þeir störf í dag.Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss, Magnús Matthíasson formaður

MÍ | Ástþór Jón setti HSK met

Meistaramót Íslands í frjálsum, aðalhluti fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi og tóku sjö keppendur af sambandssvæði HSK þátt.

95. héraðsþing HSK í Hveragerði

Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, hið 95. í röðinni, verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði laugardaginn 11. mars og hefst stundvíslega kl.

Selfyssingar leika til undanúrslita í dag

Í fyrsta sinn í handboltasögunni á Selfossi er meistaraflokkur kvenna kominn í undanúrslit í Coca Cola bikarkeppni HSÍ eða Final Four úrslitahelgina sem fram fer í Laugardalshöllinni.Stelpurnar okkar spila við Stjörnuna í dag og hefst leikurinn kl.

Fjórir einstaklingar sæmdir silfurmerki Selfoss

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss fór fram í félagsheimilinu Tíbrá í gær. Á fundinum var sitjandi stjórn öll endurkjörin en hana skipa Helgi Sigurður Haraldsson formaður, Svanhildur Bjarnadóttir gjaldkeri og Þuríður Ingvarsdóttir ritari ásamt meðstjórnendunum Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, Helgu Sigurðardóttur, Höllu Baldursdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem jafnframt er fulltrúi iðkenda 16-25 ára.Í skýrslu stjórnar kom fram að árið 2016 var glæsilegt starfsár hjá deildinni, bæði innan vallar sem utan.

Aðalfundur fimleikadeildar 2017

Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Fimleikadeild Umf.

Ósigur á Ásvöllum

Þrátt fyrir ágætis baráttu á köflum tapaði Selfoss stórt fyrir Haukum í Olís-deild karla í handbolta á föstudag þegar liðin mættust á Ásvöllum.

Mikið fjör á Nettómótinu

Nettómótið var haldið um helgina í íþróttahúsinu  Iðu á Selfossi. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en í ár tóku rúmlega 150 krakkar þátt á mótinu.Það voru 16 lið sem kepptu frá sex félögum en það voru Afturelding, Björk, Gerpla, Rán, Stokkseyri og heimaliðið Selfoss.