Fréttir

Egill Blöndal á leið til Japan

Egill Blöndal júdómaður í Selfoss hefur undanfarið verið við æfingar í Frakklandi ásamt Akureyringnum Breka Bernharðssyni. Þar hafa þeir félagar æft með nokkrum af sterkustu júdómönnum Frakklands svo sem Loic Pietri sem vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Rio de Jeneiro 2013, brons 2014 og silfur 2015.Þá voru þeir félagar í ólympíuæfingabúðunum í Nymburk Tékklandi þar sem einnig voru við æfingar Ilias Iliadis ólympíumeistari, þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur Evrópumeistari sem og Teddy Riner áttfaldur heimsmeistari.Þeir Egill og Breki eru síðan á leiðinni til Japan um miðjan apríl til æfinga í einn mánuð og verða þá tilbúnir að mæta á Norðurlandamót í Noregi í maí.

Grímur og Úlfur í fremstu röð í Kaupmannahöfn

Selfyssingarnir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson kepptu um helgina á Copenhagen Open, afar fjölmennu alþjóðlegu júdómóti í Danmörku.Grímur keppti til úrslita í -90 kg flokki U21 árs og endaði með silfurverðlaunin.

Héraðsþing HSK fór vel fram á Selfossi

94. héraðsþing HSK var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag og er þetta í níunda sinn sem þingið er haldið á Selfossi.

Egill á European Judo Open

Þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg, Breki Bernharðsson -81 kg og Egill Blöndal -90 kg kepptu á  28. feb. sl. Mótið var gríða sterkt en keppendur voru 270 frá 52 þjóðum. Selfyssingurinn Egill sat hjá í fyrstu umferð en mætti síðan Ástrala sem hafði sigrað Eista í fyrstu umferð.

Egill við æfingar í Frakklandi

Selfyssingurinn Egill Blöndal og félagi hans Breki Bernharðsson tóku sig til og fluttu til Frakklands í byrjun febrúar. Samhliða fjarnámi munu þeir verða þar við æfingar til 8. apríl en þá fara þeir til Japans og verða þar í fimm vikur þar sem æft verður þrjá tíma á daga alla daga nema sunnudaga.

Aðalfundur júdódeildar 2016

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 2. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirJúdódeild Umf.

Tugur verðlauna á afmælismóti JSÍ

Ellefu keppendur Selfoss tóku þátt á afmælismóti JSÍ í yngri aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs sem fór fram hjá Júdófélagi Reykjavíkur laugardaginn 30.

Egill og Grímur í verðlaunasætum á RIG

Selfyssingarnir Egill Blöndal og Grímur Ívarsson kepptu á Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í júdó á laugardag en það er hluti af Reykjavík International Games (RIG) sem nú standa yfir.Egill komst í úrslit í -90 kg flokki þar sem hann tapaði fyrir hinum öfluga Jiri Petr frá Tékklandi.

Fjórir Selfyssingar keppa á Reykjavík Júdó Open

Reykjavík Júdó Open fer fram í Laugardalshöllinni á laugardag og hefst kl. 10:00 með forkeppni sem lýkur um kl. 13.00. Brons og úrslitaviðureignir hefjast svo kl.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.