Fréttir

Gleði og ánægja á Unglingalandsmóti

Á þriðja þúsund keppendur tóku þátt í 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Selfyssingar og aðrir félagar okkar í liði HSK stóðu sig með miklum sóma en rétt tæplega 200 keppendur frá HSK mættu til leiks.Fyrirmyndarbikar UMFÍ féll í skaut liðsmanna HSK annað árið röð og fimmta skiptið alls.

Stemningin er frábær á Unglingalandsmóti

Þátttaka á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina er tilvalin samvera fyrir fjölskyldur. Niðurstöður rannsókna sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun.Ungmennafélag Íslands hvetur fjölskyldur til að kynna sér dagskrá Unglingalandsmótsins en nánari upplýsingar eru á .Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 26.

Góðmálmar í Berlín

Félagarnir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson kepptu á  sem haldið var í Berlín um miðjan júní.Grímur sigraði í -90 kg flokki undir 18 ára og Úlfur varð þriðji í sama flokki.Nánar er fjallað um mótið á . 

Þór þriðji og Fjóla fimmta á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikunum, sem fram fóru á Íslandi, lauk laugardaginn 6. júní. Eins og áður hefur komið fram áttu Selfyssingar tvo keppendur á mótinu.Þór Davíðsson nældi sér í bronsið í í júdó.

Tveir Selfyssingar keppa á Smáþjóðaleikunum

Nú standa Smáþjóðaleikarnir yfir á Íslandi en þeir hófust 1. júní og lýkur laugardaginn 6. júní.Selfyssingar eiga tvo keppendur á mótinu, Annars vegar Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki og sveitakeppni í júdó föstudaginn 5.

Þór keppir á Smáþjóðaleikunum

Selfyssingurinn Þór Davíðsson er í landsliði Íslands sem keppir á Smáþjóðaleikunum 5. og 6. júní næstkomandi í Reykjavík.

Grímur Norðurlandameistari

Það voru átta Selfyssingar í eldlínunni á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Laugardalshöllinni helgina 9.-10. maí.Selfyssingar eignuðust einn Norðurlandameistara þegar Grímur Ívarsson lagði andstæðinga sína að velli í -90 kg flokki U21.

Sjö Íslandsmeistarar hjá Júdódeild Selfoss

Íslandsmót unglinga í júdó fór fram í húsakynnum Júdódeildar Ármanns þann 2. maí. Selfyssingar áttu fjölda keppenda á mótinu og var árangurinn hreint út sagt stórkostlegur hjá okkar mönnum.Sex júdómenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitla, þeir Bjartþór Freyr , Egill Blöndal, Halldór Ingvar, Grímur, Krister Frank og Úlfur Þór.Allir keppendurnir voru júdódeildinni  til mikils sóma og magnað er að fylgjast með þessari litlu deild skila af sér svona mörgum efnilegum íþróttamönnum.Öll úrslit mótsins má finna á .Fjölda mynda frá mótinu má finna á .þ.þorst.---Keppendur Selfoss náðu glæsilegum árangri.Ljósmynd: Umf.

Sumarblað Árborgar 2015

fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.

Átta Selfyssingar á NM í júdó

Það verða átta Selfyssingar í eldlínunni á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fer í Reykjavík um helgina.Mótið fer fram í Laugardalshöll laugardag 9.